Færsluflokkur: Bloggar

Er horfinn!

Nú fer að styttast í aðra utanlandsferð mína í sumar.
Síðast var það Svíþjóð, nú er það Danmörk og þaðan yfir til Spánar.!

Ég vil bara kveðja landið með bloggi héðan, ég fer á morgun ef þú hefur áhuga að hitta mig á Leifstöð!

Kem svo frá Spáni 6.ágúst held ég að það sé.

Ég kem svo heim, ábyggilega tanaðari en hálft Ísland, þannig ekki búast við litlu :)
Ég bind miklar væntingar til sólarinnar.

Ég kveð að sinni - Úr rigningu - til Danmörku - í Sólina á Spáni - Heim á klakann !
Ég heiti Arnar Daði & er ástfanginn!


Tónlistin mín

    - Jú víst, ætla ég að blogga aftur Nafni.
Það tók bara svolítinn tíma að ákveða hvert innihaldið ætti að vera. Ákvað svo að taka bara Itunes forritið mitt, opna það og taka 10 efstu lögin í 'Play Count'.

Í itunes er ég með 599 lög og því úr miklu að velja, ég er þannig bundinn að ég set oftast bara shuffle á & hlusta gífurlega mikið á tónlist. 

Ætla hér að skrifa lögin sem ég hef hlustað oftast á, byrja á laginu sem ég hef hlustað á 10. oftast,

10-11. Sæti; Hér er um að ræða 2 lög, eitt íslenst og eitt erlent. Upside down með Jack Johnson & svo með vini mínum HlynAndarunga og lagið Blekking. [53PlayCount]

9.sæti ; You give me something - James Morrison, Ótrúleg tilfinning að hlusta á þennan mann, röddin hans grípur mann í orðsins fyllstu merkingu.[56PlayCount]

8.sæti; DanielAlvin og McKrizz með lagið Skítsama. Ég hef fílað þetta lag frá fyrstu hlustun, setningar í þessu lagi sem maður fær gjörsamlega á heilann.[57PlayCount]

7.sæti; Ballad of chasey lain með Íslandsvinunum í BloodHoundGang. Ég skil nú ekki afhverju þetta lag er svona ofarlega hjá mér, en þetta lag er gamalt og gott.[60PlayCount]

6.sæti; Lips of an angel - Hinder. Þetta lag er lag engilsins, geðveikt frá byrjun til enda, kemur manni í öðruvísi stuð. Já stuð sem ekki er hægt að lýsa.[63PlayCount]

5.sæti; Kvennatröllið Gnarls Barkley - Crazy. Þetta lag var auðvitað bara vinsælt og vinsælt hevý lengi, kannski aðeins of lengi ? Ég nenni varla að hlusta á það mikið lengur.[67PlayCount]

4.sæti; Annar Íslandsvinur og annað kvennatröll jú Bass Hunter með lagið Botten Anna, ALLIR Íslendingar kannast við þetta lag. Misjafnar skoðanir eins og öll lög. Bass Hunterinn var góður.[68PlayCount]

Nú er það verðlaunapallurinn.

3.sæti; Sálin&Gospel - Lestin er að fara. Topp lag með topp hljómsveit, fæ þetta lag oft á heilann, eitt af bestu lögunum með Sálinni, án nokkursvafa.[77PlayCount]

2.sæti; Rapparinn  Jói Dagur með lagið Leyfðu mér að snerta þig. Geðveikur texti, góður rappari, einn af þeim betri í bransanum hér á landi. Textinn í þessu lagi er kannski hugsunarháttur unglinga á landinu ?[87PlayCount]

1.sæti; Rockstar stjarnan, Magni Ásgeirsson með lagið The dolphins cry. Hreinn unaður, án efa stollt Íslendinga. Geðveikt lag![94PlayCount]

 Hvert er þitt álit á tónlistarsmekk mínum ?
Ég heiti Arnar Daði.


Hversu langt mun þetta ganga?

Þá hef ég ákveðið að færa mig í blog.is . Ástæðan er lítil enda er engin ástæða að hafa ástæðu yfir því að byrja að blogga. Hversu oft og hversu góð bloggin mín munu verða er ekki hægt að svara á þessum tíma dags en það mun bara koma í ljós.

 Ætla nú bara mín vegna að vona að þið takið vel í þetta. Ég veit um nokkra hálsa sem eru frekar hressir með þetta en aðrir eru kannski veikari á sál. Spurning hvort ég taki Bryndís Skarp. á þetta og fari að blogga um fóstureyðingar , já eða jafnvel bara um samkynheigð Íslendinga sem er ótrúlega töff umræðuefni. Þar sem ég tel mig vera vinna með kringum fimm samkynheigðum.

Svo væri líka töff um að blogga um einhvað allt annað, en ég get lofað þessum góðum hálsum að ég er ekki að fara um daginn minn, ekki vegna þess hve dagar mínir eru leiðinlegir, als ekki bara ég er ekki nógu töff. Ég er nefnilega ekki nógu töff til að blogga um það. Það eru bara töffara sem blogga um það sem þeir gera á daginn.

Trúlega verður þetta síðasta greinarskilin í þessu bloggi en vonandi ekki þau síðustu á þessari síðu. Nei alsekki. Takk fyrir mig í bili. Arnar Daði heiti ég.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband